Beint í efni
Þjónustufyrirtæki og verkstæði

Þjónustufyrirtæki

dk fyrir þjónustufyrirtæki og verkstæði inniheldur allar algengar kerfiseiningar eins og fjárhagskerfi, sölukerfi, birgðakerfi, innkaupakerfi, launakerfi og verkbókhaldskerfi.

Margvíslegar lausnir eru í boði varðandi reikningsgerð í kerfinu sem henta öllum þjónustufyrirtækjum.

Að auki inniheldur það öflugt viðskiptamanna- og sölumannakerfi, verkbókhalds og tímaskráningarkerfi. Lausnir fyrir snjalltæki og vef eins og tímaskráningu, verkskráningu og reikninga- og skýrslugerð.

Þjónustufyrirtæki og verkstæði

Sölureikningar

Við reikningsgerð skiptir máli að hafa sveigjanlegt sölureikningakerfi.

Sölureikninga er hægt að tengja beint við verkbókhaldskerfi og bókunarkerfi dk.

Sjálfvirkni er möguleg í sölureikningakerfi með innheimtukerfi banka, rafrænum reikningum og beintengingu við greiðsluposa.

Einnig er boðið upp á öflugt kassakerfi fyrir stærri þjónustufyrirtæki.

Þjónustufyrirtæki og verkstæði

Verkbókhald og stimpilklukka

Með verkstimpilklukku vinnur stimpilklukka, verkbókhald og launakerfi dk fullkomlega saman.

Verkbókhaldskerfi dk hugbúnaðar er mjög öflug lausn sem uppfyllir allar kröfur nútíma fyrirtækja. Kerfið er að fullu samhæft sölureikningum dk og þannig sparast mikill tími og hagræðing við notkun á kerfinu.

Mikill tímasparnaður og hagræðing næst með vef- og snjalltækjaþjónustum dk eins og dk One.

Þjónustufyrirtæki og verkstæði

Bókunar- og verkbókhaldskerfi

dk býður upp á öflugt bókunarkerfi fyrir verkstæði beintengt við verkbókhaldskerfi dk.

Bókunarkerfið er hluti af heildarlausn dk fyrir verkstæði og vinnur með sölureikningakerfi og launakerfi.

dk vef- og snjalltækjaþjónusta tengir kerfin örugglega saman. dk One verkskráning einfaldar mjög ferlið við skráningu tíma og varahluta á það verk sem unnið er með hverju sinni.

Þjónustufyrirtæki og verkstæði

Skoðunarstofur

Skoðunarstofur þurfa sérhæfð hugbúnaðarkerfi fyrir sinn rekstur. dk býður upp á upp á heildarlausn fyrir skoðunarstofur. Rafrænar tengingar við Samgöngustofu og dk One spjaldtölvukerfi fyrir þá sem gera skoðun.

Lausnin er allt frá móttöku til skráningarskoðunar á spjaldtölvur og rafrænar tengingar nýttar við Samgöngustofu. Hröð og örugg afgreiðsla þar sem öll kerfi vinna rafrænt saman með dk bókhaldskerfinu.

Aðalskoðun er eitt þeirra fyrirtækja sem notar heildarlausn frá dk fyrir skoðunarstofur.

Þjónustufyrirtæki og verkstæði

Cabas tenging

dk býður upp á tilbúna tengingu við Cabas tjónamatskerfið. Cabas tenging er ætluð réttingaverkstæðum sem sjá um tjónaviðgerðir á bifreiðum.

Með tengingunni eru upplýsingar um tjónið sóttar rafrænt til Cabas og mynda grunn að reikningum vegna viðgerðarinnar, bæði til tryggingafélaga og eins vegna sjálfsábyrgðar.

Val er um hvort reikningar eru prentaðir eða sendir rafrænt til móttakanda. Að verki loknu bókast tekjur beint í fjárhag og aðföng eru bókuð af lager.