Beint í efni
dk þjónusta

Ráðgjafadeild

Í ráðgjafadeildinni okkar starfa 22 sérfræðingar í dk sem sjá um alla almenna þjónustu við viðskiptavini dk hugbúnaðar.

Deildin sér um alla almenna þjónustu fyrir viðskiptavini dk hugbúnaðar.

Fyrirtæki með þjónustusamning geta leitað þjónustu hjá ráðgjafadeild með því að senda inn þjónustubeiðni.

dk þjónusta

Opnunartími ráðgjafadeildar

 
Ráðgjafadeild er opin frá klukkan 09.00 til 16.00 alla virka daga.  
 
Hægt er að hafa samband með því að senda beiðni á hjalp (hja) dk.is  

Vinsamlegast athugið að gjald er tekið fyrir þjónustubeiðnir hafi fyrirtæki þitt ekki þjónustusamning. 

dk þjónusta

Neyðarþjónusta

Ef þig vantar aðstoð fyrir utan opnunartíma dk hugbúnaðar getur þú haft samband við neyðarþjónustu okkar.  
 
Númer neyðarþjónustu er: 510 5800
 
Athugið að kostnaður vegna þjónustu, gagnavinnslu, tengingar við fjarþjónustu eða útkalls á bakvakt er:
 
Símaþjónusta lágmark 1 klst  
Fjarþjónusta og gagnavinnsla lágmark 2 klst
Við útkall lágmark 4 klst
 
Kostnaður skv. gjaldskrá hverju sinni.

dk þjónusta

Ertu með þjónustusamning?

Þjónustusamningar dk skiptast í grunn-, silfur- og gullsamninga.

Kynntu þér nánar hvað er innifalið í hverri þjónustuleið fyrir sig hér.

Vinsælasta þjónustuleið dk er silfursamningur, þar sem síma- og netaðstoð er innifalin ásamt því að 15% afsláttur er veittur af vinnu ráðgjafa.

Athugið að greitt er fyrir eftirfarandi þjónustu samkvæmt verðskrá á hverjum tíma:

  • Ráðgjöf og námskeið
  • Vinna og greining gagna
  • Aðstoð í gegnum fjarþjónustu
  • Heimsókn
  • Neyðarþjónustu utan opnunartíma

dk þjónusta

Fjarþjónusta

Með fjarþjónustu dk geta ráðgjafar tengst tölvu viðskiptavina yfir vefinn.

Þetta flýtir fyrir úrlausn vandamála og jafnast á við að fá þjónusturáðgjafa á staðinn.

  • Fyllsta öryggis er gætt og öll samskipti eru dulkóðuð
  • Gögn fara einungis á milli með samþykki viðskiptavinar
  • Ráðgjafar geta aldrei tengst án samþykkis viðskiptavinar

Kostnaður við fjarþjónustu er að lágmarki 1 klst. greidd samkvæmt verðskrá hverju sinni.

dk þjónusta

Sendu okkur þjónustubeiðni ef þig vantar aðstoð

Skráning þjónustubeiðnar flýtir fyrir þjónustu:

  • Verknúmeri er úthlutað þar sem hægt er að fylgjast með málinu.
  • Beiðni fer beint inn í þjónustukerfi þar sem haldið er utan um öll erindi sem komið hafa upp og lausnir við þeim.
  • Þannig verður til hagkvæmur samskiptavettvangur við ráðgjafadeild dk hugbúnaðar.