Beint í efni
Lausnir fyrir apótek

Apótek

Apótek þurfa viðskiptahugbúnað sem uppfyllir þær miklu kröfur sem apótek gera til slíkra kerfa. Gerð er krafa um hraða og örugga afgreiðslu og lyfjaafgreiðslu.

dk býður bæði upp á almennar og sérhæfðar hugbúnaðarlausnir fyrir apótek.

dk hugbúnaður er ISO 27001 vottað fyrirtæki, undir það fellur öll gagnavinnsla og skýjaþjónusta. Öll kerfi og þjónustur dk eru í skýinu þar sem gögnin eru alltaf aðgengileg og örugg.

Með skýjalausn næst lægri rekstrarkostnaður og aukið rekstraröryggi.

Heildarlausn fyrir apótek

Apótek

dk hefur boðið upp á lausnir fyrir apótek síðan 2009. Fjárhagsbókhald, birgðakerfi, lyfjaafgreiðslukerfi, kassakerfi og allar nauðsynlegar rafrænar tengingar sem apótek þurfa fyrir sinn rekstur.

Með dk fyrir apótek fæst fullkomið lyfjaafgreiðslukerfi, kassakerfi, pantanakerfi og fjárhagsbókhald í einni og sömu lausninni.

Kerfið er vinsælasta lausnin meðal lítilla og meðalstórra apóteka á Íslandi.

Heildarlausn fyrir apótek

Kassakerfi fyrir apótek

dk býður upp á dk Pos kassakerfi fyrir apótek. Kerfið er hraðvirkt og uppfyllir allar kröfur apóteka um hraðvirka og örugga afgreiðslu lyfseðilsskyldra vara.

Kassakerfið er stöðluð lausn sem auðvelt er að laga að þörfum hvers og eins. Kerfið tengist öllum nauðsynlegum jaðarbúnaði eins og posar, kvittanaprentara, strikamerkjalesara, kvittanaprentara og límmiðaprentara fyrir apótek.

dk Pos Kassakerfi fyrir apótek er með innbyggðu lyfjaafgreiðslukerfi.

Heildarlausn fyrir apótek

Lyfjaafgreiðslukerfi

Nýjasta viðbótin hjá dk er lyfjaafgreiðslukerfi sem er ætlað fyrir lyfsölur og apótek. dk lyfjaafgreiðslukerfið tekur við af Medicor lyfjaafgreiðslukerfinu.

Með lyfjaafgreiðslukerfi dk er hægt að afgreiða lyf fyrir viðskiptavini á einfaldan og þægilegan máta.

dk lyfjaafgreiðslukerfið er alhliða afgreiðslukerfi fyrir apótek sem einnig sinnir rafrænum ​samskiptum við lyfjaávísanagátt, miðlægt lyfjakort, Sjúkratryggingar Íslands og embætti landlæknis.

Heildarlausn fyrir apótek

Hjálpartækjalausn fyrir apótek

Hjálpartækjalausn dk gerir apótekum mögulegt að tengjast hjálpartækjagátt Sjúkratrygginga Íslands.

Kerfið auðveldar söluaðilum hjálpartækja og næringarefna að reikna út greiðsluþátttökuhlut Sjúkratrygginga Íslands fyrir reikning viðkomandi viðskiptavinar.

Lausnir fyrir apótek

  • Lyfjaafgreiðslukerfi
  • Hjálpartækjalausn
  • Kassakerfi