Beint í efni
um dk

dk Pos App afgreiðslukerfi

dk Pos App afgreiðslukerfið er fyrir snjalltæki með iOS og Andoid stýrikerfi. Afgreiðslukerfi fyrir spjaldtölvur, síma og nýjustu gerðir posa. Öflugt og hraðvirkt afgreiðslukerfi sem er beintengt dk bókhaldskerfinu.

Afgreiðslukerfið má nota eitt og sér eða sem viðbót við dk Pos afgreiðslukerfið.

Afgreiðslukerfi og posi í einu tæki

dk Pos App vinnur sem sjálfstæð eining en er um leið hluti af  dk viðskiptahugbúnaði. Einfalt að samkeyra gögn, svo sem söluuppgjör, viðskiptamenn og birgðir.

Einföld lausn, fljótleg og sparar mikin tíma.

Kerfið hentar jafnt litlum verslunum og veitingastöðum með einn afgreiðslukassa eða stærri verslunum og veitingastöðum sem viðbót við dk Pos afgreiðslukerfið.

Afgreiðslukerfi fyrir snjallposa

dk Pos App afgreiðslukerfið er hægt að fá í PAX store.  Afgreiðslukerfið er svokölluð App-to-App lausn fyrir PAX posa frá Rapyd.

Þannig er hægt að vera með afgreiðslukerfi og posa í einu tæki. Snjallt afgreiðslukerfi sem tengist beint í dk bókhaldskerfi.

Viðmótið er notendavænt og er afar auðvelt að læra á kerfið. Einfaldar aðgerðir tryggja lágmarks afgreiðslutíma sem skilar sér í betri þjónustu.

Helstu kostir dk Pos App

dk Pos App er íslenskt kerfi, samtengt dk viðskiptahugbúnaði. Hver afgreiðslukassi er sjálfstæð eining sem virkar þótt nettenging rofni.

Öflugt birgða- og viðskiptamannakerfi með margvíslegum afsláttamöguleikum. Hægt að tengja flestar gerðir posa við kerfið. Einfalt uppgjör í dagslok og allar færslur skila sér í bókhaldið sjálfkrafa.

Hentar mjög vel fyrir allar gerðir verslana, þar sem krafa er um hraða og örugga afgreiðslu.