dk lausnir
Sölureikningar
Sölureikningar eru gerðir í sölukerfi dk. Möguleiki er á að fá mikla sjálfvirkni í kerfið sem eykur hagkvæmni þess til muna.
Sölukerfið nýtist við alla sölumennsku og uppfyllir allar helstu kröfur sem gerðar eru til slíkra kerfa í dag.
Margvíslegar viðbætur eru fáanlegar þannig að öll fyrirtæki geta nýtt kerfið við útskrift sölureikninga til viðskiptavina. Margvíslegar skýrslur og uppflettingar koma með kerfinu.


Sölureikningar
Viðmót og notendaupplifun
- Einfalt og þægilegt viðmót, sérsniðið að íslenskum aðstæðum
- Kerfið vinnur vel með öðrum sölu- og kassakerfum dk
- Rafrænt kerfi
- Sjálfvirkni möguleg
- Margvíslegar skýrslur koma með kerfinu
- Allar uppflettingar til fyrirmyndar
Sölureikningar
Innheimtukerfi banka
Við útskrift sölureikninga er mikilvægt að koma reikningum hratt og örugglega til viðskiptavina.
Með Innheimtukerfi banka má senda reikninga sem kröfu í heimabanka viðskiptavinar. Innheimtukerfi banka er staðsett í skuldunautakerfi dk.
Kerfið flytur upplýsingar um kröfur í bankakerfinu til innheimtu og sækir greiðslur skuldunauta frá bankanum.


Sölureikningar
dk og Inkasso
Með nýjum samningi við Inkasso getum við boðið lægra verð til okkar viðskiptavina.
Greitt er fyrir kröfustofnun og allar aðgerðir sem unnar eru á kröfunni innifaldar:
- Greiðsla kröfu
- Fella niður ógreidda kröfu
- Mögulegt er að breyta kröfunni beint úr dk
- Yfirlit yfir stöðu á kröfum niður á viðskiptavin
- Aðgerðasaga hverrar kröfu
Sölureikningar
Skilríkjatenging og sölureikningar
Skilríkjatenging og Innheimtukerfi banka vinna mjög vel saman að ná fram hagræðingu í rekstri fyrirtækja.
Með uppsettum skilríkjum og sambankatengingu næst mikið hagræði við útsendingu reikninga til viðskiptavina.
Með skilríkjum má senda kröfur beint í banka án þess að skrá sig inn í banka áður.
Ráðgjafateymi dk sér um uppsetningu skilríkja hjá fyrirtækjum.


Sölureikningar
Rafrænir reikningar
Hægt er að senda reikninga rafrænt með skeytamiðlara til viðskiptavina.
Fyrirtæki með uppsetta þjónustu skeytamiðlara til að senda og móttaka rafræna reikninga spara mikinn tíma við umsýslu reikninga.
Einnig má senda reikninga á PDF formi með tölvupósti en slíkur reikningur er þó ekki “rafrænn reikningur”.
Sölureikningar
Posa tenging
Sölureikninga má tengja við posa.
Þannig er hægt að senda upphæð reiknings beint yfir á posa.
- Nokkrar gerðir posa tengjanlegar
- Greiðsla bókast um leið og reikningur
- Meiri hraði við afgreiðslu
- Kortakvittun prentast á sölureikning


Sölureikningar
Viðbætur við sölureikninga
Margvíslegar viðbætur eru fáanlegar við sölureikningakerfi dk.
- Rafrænir reikningar
- Innheimtukerfi banka
- Senda kröfu beint í banka
- dk One sölureikningar í Appi
- dk Plus API tenging við netverslun
- Áskriftapantanir
- Sölupantanir