Beint í efni
dk

Umhverfisstefna dk


Hjá dk hugbúnaði leggjum við ríka áherslu á umhverfisvitund og sjálfbærni í starfsemi okkar. Við styðjum við markmið stjórnvalda um sjálfbær innkaup og ábyrgð í umhverfismálum.

Umhverfisstefnan er sett fram til að leggja áherslu á að umhverfissjónarmið séu höfð að leiðarljósi í daglegri starfsemi og tekur til allrar starfsemi dk sem og allra starfsmanna fyrirtækisins.  

Umhverfisstefna dk hugbúnaðar

Umhverfisstefna dk er sett fram til að leggja áherslu á að umhverfissjónarmið séu höfð að leiðarljósi í daglegri starfsemi og tekur til allrar starfsemi dk sem og allra starfsmanna fyrirtækisins.  

Starfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins skulu kynna sér efni stefnunnar og framfylgja henni, auk þess að leita leiða til umbóta í umhverfismálum.  

Framfylgja skal öllum lagakröfum á sviði umhverfismála í starfsemi fyrirtækisins og fyrirtækið skuldbindur sig til að vinna markvisst að því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif starfseminnar. 

Markmið 

  • Hvetja starfsmenn til að bera virðingu fyrir umhverfinu og ýta undir umhverfisvitund starfsfólks  
  • Endurnýta það sem fellur til í rekstrinum og farga öðru á viðeigandi hátt 
  • Halda orkunotkun í lágmarki og leitast við að draga úr mengun 
  • Innkaup fyrirtækis taki mið af umhverfissjónarmiðum þar sem því verður við komið 
  • Leitast við að þróa umhverfisvænar upplýsingatæknilausnir fyrir viðskiptavini 
  • Leitast við að efla umhverfisvitund viðskiptavina og hvetja til endurvinnslu 

Leiðir að markmiðum 

dk valdi sér fimm heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna sem hafa góðan samhljóm við þá stefnu sem við höfum verið að vinna að.  
Markmiðin eru Heilsa og vellíðan, Menntun fyrir alla, Jafnrétti kynjanna, Góð atvinna og hagvöxtur og Nýsköpun og uppbygging. 

Gerð skal aðgerðaáætlun til tveggja ára í senn þar sem leiðir að markmiðum og aðgerðir eru útlistaðar og ábyrgð á árangri skilgreind. 

Ábyrgð 

Uppbygging, framkvæmd og viðhald stefnunnar er á ábyrgð eftirtalinna aðila: 

Framkvæmdastjóri dk ber ábyrgð á stefnu þessari. 

Framkvæmdastjórn félagsins staðfestir stefnuna að lágmarki annað hvert ár. Endurskoðun getur þó átt sér stað oftar eða eins og þurfa þykir í takti við breytingar hverju sinni.