Beint í efni
dk hýsing

dk kerfisleiguaðgangur

Það eru yfir 30.000 fyrirtæki í skýinu hjá dk hugbúnaði. 

Kerfisleiguaðgangur er fyrir þá sem þurfa að geta unnið í dk viðskiptahugbúnaði.

Með aðganginum er hægt að vinna í þeim hugbúnaði sem dk þróar og þjónustar ásamt því að þar er öflug afritunartaka fyrir öll gögn.

Heildarlausn í hýsingarþjónustu

Hýsing gagna

Notendur kerfisins tengjast þjónustunni í gegnum internetið og öll gagnavinnsla fer fram á öflugum miðlurum.

Gott aðgengi að öllum forritum og gögnum sem viðskiptavinir þurfa að nota.

Með kerfisleiguaðgangi eru forrit og skjöl aðgengileg hvar og hvenær sem er.

Hýsingarþjónusta

Hýsingaraðgangur

dk býður upp á nokkrar útfærslur af tengingu við skýið. Hýsingaraðgangur I er sá vinsælasti. Aðgangurinn inniheldur leyfi til að tengjast dk skýinu og þeirri þjónustu sem því fylgir.

Þessi aðgangur er kjörinn fyrir fyrirtæki sem vilja tryggja öryggi fjárhagsupplýsinga sinna án þess að þurfa að byggja upp eigin aðstöðu innanhúss og fjárfesta í kostnaðarsömum tæknibúnaði.