Beint í efni
Sérlausnir fyrir bílaverkstæði

Bókunarkerfi og verkbókhald

Bókunarkerfi og verkbókhaldskerfi er heildarlausn frá dk. Lausn sem hentar vel fyrir verkstæði sem þurfa að nota bókunarkerfi og verkbókhaldskerfi.

dk Bókunarkerfi vinnur með verkbókhaldskerfi, dk One verkskráningu og dk sölureikningakerfi.

Hér fyrir neðan er nánari lýsing á virkni kerfisins.


Tímabókun í bókunarkerfi

Tímapöntun er skráð ásamt verklýsingu í bókunarkerfi dk með einföldum hætti.

Hægt er að fá tengingu við ökutækjaskrá inn í kerfið sem flýtir fyrir skráningu hjá bílaverkstæðum.

Verkbeiðni stofnast samhliða tímapöntun með öllum upplýsingum ásamt verklýsingu.

Við móttöku ökutækis er verkbeiðni prentuð út með strikamerki sem notað er við skráningu.

Verkskráning

Starfsmaður auðkennir sig í dk One verkskráningu með strikamerki og hefur vinnu.

Allar nauðsynlegar upplýsingar eins og vinnustundir, varahlutir og annar kostnaður er skráð rafrænt á viðkomandi verkbeiðni.

Við verklok skráir starfsmaður sig út af viðkomandi verki og allar færslur uppfærast í verkbókhaldskerfi dk.

Viðskiptavinur fær SMS skilaboð við verklok.


Útskrift reiknings

Við afhendingu er útbúinn verkreikningur.

Hröð og örugg sölureikningsútskrift þar sem allar færslur skila sér á rétta staði.

Mögulegt er að hafa beintengdan greiðsluposa við sölureikningakerfi dk. Þannig sparast tími og allar færslur bókast um leið og sölureikningur er uppfærður.


Kostnaðarskráning

Allur kostnaður og varahlutir er skráð um leið á verkið í verkbókhaldskerfinu.

Þannig er komið í veg fyrir ranga skráningu eða að eitthvað gleymist við verkið.

Allar upplýsingar eru réttar við útskrift reiknings í sölureikningakerfi dk.

Aðrar lausnir fyrir verkstæði

Einnig er í boði verkstimpilklukkukerfi fyrir þjónustufyrirtæki.

Með því er hægt að skrá sig inn og út af verki með einföldum hætti og tengja færslur við launakerfi dk.