dk lausnir
Launakerfi dk
Launakerfi dk er fyrir allar stærðir og gerðir fyrirtækja.
Hægt er að láta launakerfið stækka með fyrirtækinu. Mörg þúsund fyrirtæki nota dk Launakerfið í dag og notendum fer ört fjölgandi.
Launagreiðendur þurfa gott launakerfi sem býður upp á rafræn skil á öllum gjöldum. Í launakerfinu er hægt að senda inn skilagreinar til stéttarfélaga og lífeyrissjóða ásamt staðgreiðslu skatta, allt með rafrænum hætti.

dk lausnir
Launakerfi dk
Fyrir allar stærðir og gerðir fyrirtækja
Launakerfi dk er hægt að nota eitt sér eða sem hluta af bókhaldspakka dk. Kerfið er einfalt í notkun og auðvelt að læra á það. Launakerfið er hluti af starfsmannakerfi dk.
Launakerfið er leigt og miðað við fjölda launþega í launakeyrslu. Auðvelt er að bæta við kerfið virkum launþegum, svo kerfið getur stækkað með fyrirtækinu.
dk Launakerfið er hagstætt í rekstri samanborið við önnur sambærileg kerfi á markaðnum í dag. Með launakerfið í skýinu hjá dk er leikur einn að nota kerfið jafnt á borðtölvum sem spjaldtölvum.


dk stimpilklukka
Stimpilklukka
Tengd við Launakerfi dk
Með dk stimpilklukku getur starfsfólk stimplað sig inn og út með þægilegri skýjalausn.
Starfsfólk getur stimplað sig inn í gegnum tölvu, síma eða stimpilklukku á vegg. Einnig er hægt að tengja stimpilklukkuna inn í dk Pos afgreiðslukerfið og nota þar á einfaldan máta.
Innstimplun er einföld og fljótleg með stimpilklukku dk. Hægt er að tengja dk stimpilklukku við launakerfi dk. Þannig sparast mikill tími í úrvinnslu vinnustunda launþega fyrir launavinnslu.
dk stimpilklukka
Reiknireglur fyrir launakerfi
Sjálfvirkur útreikningur vinnustunda
Sem viðbót við dk Stimpilklukku er hægt að fá reglu-stimpilklukku inn í launakerfið sem reiknar sjálfkrafa vinnustundir út frá innstimplunum.
Reiknireglur eru settar upp og sniðnar að kjarasamningum hvers og eins launþega. Kerfið minnkar vinnu við innslátt og takmarkar líkur á villum. Kerfið sparar mikinn tíma við launavinnslu.


dk launakerfi
Tengingar við önnur kerfi
Hægt er að tengja önnur kerfi við launakerfið
- Innlestur með CSV. skjali úr öðrum kerfum
- Verkbókhaldskerfi dk
- Stimpilklukka dk
- Bakvörður
- Tímon
dk lausnir
Sambankavefþjónusta
Tenging við viðskiptabanka
Hægt er að fá Sambankavefþjónustu inn í Launakerfi dk. Með þessari vinnslu tengjast dk og viðskiptabanki fyrirtækisins og hægt er að vinna margar vinnslur í bankanum beint úr dk.
Í Launakerfinu er þannig hægt að senda launaseðla rafrænt, greiða laun, greiða lífeyrissjóðum, greiða stéttarfélögum o.fl.


dk launakerfi
Jafnlaunagreining
Fyrir fyrirtæki sem eru í jafnlaunavottunarferli
dk hefur þróað kerfi sem gerir þeim fyrirtækjum sem nota launakerfið dk kleift að greina launamun í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í lögum um jafnlaunavottun.
Jafnlaunagreiningin nýtist vel þeim fyrirtækjum sem eru í jafnlaunavottunarferli.
dk launakerfi
Helstu eiginleikar Jafnlaunagreiningar
- Setja viðmið fyrir launagreiningu, bæði varðandi starfaflokkun og persónulega þætti.
- Stilla vægi hvers þáttar og ákveða hversu mörg þrep á að nota í hverjum þætti.
- Skrá inn gögn fyrir hvern starfsþátt og persónuþátt fyrir hvern og einn starfsmann.
- Skoða niðurstöður á útreikningi stiga sem reiknuð eru út frá hverjum þætti og þrepi.
- Niðurstöðurnar birtast í töfluformi sem hægt er að senda til vottunaraðila og í formi línurita sem sýna greiningar á launamun eftir hverjum þætti og spönn þeirra stiga sem reiknuð hafa verið.


dk launakerfi
Sjómannalaun
Viðbót við Launakerfið
dk Sjómannalaun er hagkvæmur og þægilegur kostur fyrir íslenskan sjávarútveg þar sem allar skráningar veiðiferða eru gerðar bæði einfaldar og þægilegar.
Hægt er að halda sérstaklega utan um uppgjör hvers skips fyrir sig og fylgjast þannig ítarlega með launakostnaði.
Mögulegt er að reikna laun sjómanna út frá afla og hentar kerfið jafnt stórum sem smáum útgerðaraðilum.
dk lausnir
Uppflettingar og skýrslur
Yfirlit og skýrslur úr launakerfinu
Hægt er að fá yfirlit yfir bókaðar launakeyrslur og bókaða greiðslubunka í dk Launakerfinu. Einnig er hægt að sjá allar hreyfingar frá stimpilklukkukerfi dk.
dk Launakerfið er með fjölmargar skýrslur m.a. lista yfir launþega, launaliði, eldri launaseðla, upplýsingar um skattkort, stimpilklukku, afmælisdaga launþega, orlofslista, starfslista og vinnulista.
