Beint í efni
Fagaðilar

Endurskoðun og bókhald

dk býður upp á viðskiptahugbúnað með mikla áherslu á bókhald og uppgjör. dk hugbúnaður er alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi sérlega hentugt fyrir endurskoðun og bókhald.

Boðið er upp á sérsniðið bókhaldskerfi fyrir sjálfstætt starfandi bókara, bókhaldsstofur og endurskoðunarstofur. Ársreikningur, bókhald, rafræn skattskil og launaútreikningur verður leikur einn með dk.

Skýjalausn dk tryggir netöryggi þar sem örugg afritun er lykilatriði fyrir mikilvægustu gögn hvers fyrirtækis.

Fjárhagskerfi dk er auðvelt í innleiðingu og þannig geta bæði litlar og stórar bókhaldsstofur nýtt sér kerfið með auðveldum hætti.

Hagkvæm lausn fyrir bókhaldsstofur

Heildarlausn fyrir bókhaldsstofur

dk er nútíma bókhaldskerfi, rafrænt og pappírslaust. Kerfið er byggt upp af vönduðum lausnum sem auðvelda rafræn viðskipti.

Fyrir bókhaldsstofur er boðið upp á heildarlausn s.s. bókhaldskerfi, rafræn VSK skil, bankakerfi, samþykktarkerfi, launakerfi, vefþjónustu og app lausnir sem einfalda reksturinn, spara tíma og kostnað.

Fjárhagskerfi dk er auðvelt í innleiðingu og þannig geta bæði litlar og stórar bókhaldsstofur nýtt sér kerfið með auðveldum hætti. Auðvelt er að stækka kerfið og aðlaga, bæta við fyrirtækjum og notendum.

Bókhaldsstofur velja dk

Tengingar fyrir bókhaldsstofur

Til að geta veitt góða þjónustu þurfa bókhaldsstofur að vera vel tengdar viðskiptavinum sínum.

Með dk viðskiptahugbúnaði er hægt að tengja saman fyrirtæki og bókhaldsstofu á marga vegu. Bókhaldsstofa getur séð um allt bókhald hjá fyrirtæki, tengst inn á fyrirtæki eða fyrirtæki tengist til bókhaldsstofu.

Kerfi og þjónustur eins og API vefþjónusta, stimpilklukka, kassakerfi, netverslun og allskyns skýrslur og öpp er hægt að tengja við dk bókhaldskerfið hjá bókhaldsstofu. Þannig er hægt að minnka vinnu og spara kostnað við færslu bókhalds.

Customer Success Manager hjá dk

Stjórnandi viðskiptatengsla

Stjórnandi viðskiptatengsla (CSM) bókhalds- og endurskoðunarstofa hjá dk hugbúnaði leggur áherslu á að fylgja eftir og bæta samskipti við þennan mikilvæga hóp viðskiptavina okkar. 

Bryndís Kolbrún Sigurðardóttir sinnir starfi stjórnanda viðskiptatengsla. Bryndís er viðskiptafræðingur að mennt með MLM gráðu í forystu og stjórnun auk kennsluréttinda. 

Bryndís hefur verið að hitta starfsfólk bókhaldsstofa, mynda tengsl, fara yfir þjónustuna og bjóða upp á kynningar á nýjungum og jafnvel kennslu. Einnig heldur hún utan um beiðnir og þjónustu við bókhaldsstofur innanhúss og fylgir því eftir að mál fari í réttan farveg. 

dk Framtal

Framtalskerfi

dk býður fagaðilum upp á framtalskerfi fyrir skattframtal fyrirtækja og einstaklinga. 

Framtalskerfið kom fyrst á markað árið 2000 og er í notkun hjá nánast öllum bókhaldsstofum, endurskoðunarstofum og uppgjörsaðilum.

Framtalskerfi dk er skýjalausn með öruggri afritun gagna.

dk fyrir endurskoðun og bókhald 

Hvers vegna dk?

dk er rafrænt bókhald. Sjálfvirkni í móttöku og sendingu rafrænna reikninga einfaldar líf bókarans, dregur úr villuhættu og tryggir rétta meðhöndlun gagna.

dk er pappírslaust bókhald. Pdf reikningar til viðskiptavina og frá birgjum eru sendir og mótteknir rafrænt og bókaðir á þá lykla sem þarf.

dk Bankakerfi sér um sjálfvirka afstemmingu bankareikninga og sýnir raunstöðu bankareikninga á einum stað. Öll vinnsla á sér stað í kerfinu.