Beint í efni
Verkbókhald

Verkbókhaldskerfi

dk býður upp á öflugt verkbókhaldskerfi fyrir allar stærðir fyrirtækja. Verkbókhaldskerfið heldur utan um verk, tímaskráningu og kostnað ásamt öflugum skýrslum og áætlunum.

Verkbeiðnir eru nauðsynlegar hjá verkstæðum á meðan verktakar treysta á rétta verk- og kostnaðarskráningu starfsmanna í gegnum dk One verkskráningar appið.

dk býður upp á verkbókhalds lausnir fyrir bifreiðaverkstæði eins og ökutækjaskrá, tímabókun viðskiptavina og Cabas tengingu.

Verkbókhald

Verkbókhaldskerfi

Verkbókhaldskerfið er að öllu leyti samtengt öðrum kerfishlutum í dk viðskiptahugbúnaði. Kerfið er ætlað til stýringu verka, tímaskráningu starfsmanna og að fylgjast með kostnaði.  

Grunnur verkkerfisins geymir verk og dagbækur til að skrá tíma og kostnað á verk. Kerfið inniheldur öflugar uppflettivinnslur, skýrslur og verkgreiningar.

Haldið er vel utan um allar færslur og hvernig þær urðu til. Með uppflettingu má skoða hreyfingar á einstöku verki, starfsmanni, skuldunauti og fleira. 



Verkbókhald

Verkskráning

Verkskráning er framkvæmd af starfsmanni sem skráir tíma og kostnað í verkdagbók.

Skráning fer fram í gegnum þægilegt app viðmót þar sem hægt er að skrá allar nauðsynlegar upplýsingar sem viðkoma því verki sem unnið er við.

Verkskráning er vinnuskýrsla starfsmanns og með henni er hægt að fylgjast með framvindu og reikningsfæra vinnustundir.

Verkbókhald

Bókunarkerfi fyrir bílaverkstæði

dk býður upp á bókunarkerfi fyrir bílaverkstæði.  Bókunarkerfið er beintengt verkbókhaldskerfi dk. Verkbeiðni stofnast samhliða tímapöntun með öllum upplýsingum og verklýsingu.

  • Verkbeiðni stofnast um leið og tímabókun
  • Tenging við ökutækjaskrá
  • Tengjanlegt við vefsíðu
  • SMS skilaboð við verklok

Afar auðvelt er að nota verkbókhaldskerfi dk

Afar auðvelt er að nota verkbókhaldskerfi dk


Verkbókhald

Sölureikningar og reikningavinnslur

Sölureikninga má gera út frá verkreikningum með reikningavinnslum. 

Verkstæði nota dk sölureikningakerfi  tengt við posa sem flýtir fyrir afgreiðslu og minnkar villuhættu. Kortakvittun viðskiptavinar prentast á viðskiptanótu.

Í reikningsviðskiptum eru reikningar sendir rafrænt beint í banka. Með rafrænum reikningsviðskiptum næst mikill tímasparnaður og hagræðing.

Verkbókhald

Skýrslur og uppflettingar

Í skýrslum er hægt að kalla fram yfirlit yfir verkhreyfingar á verk, verkþætti, verkliði, starfsmenn, umsjónarmenn og deildir með ýmsum valmöguleikum um niðurbrot.

Verkgreining og greiningartré starfsmanna býður upp á enn frekari niðurbrot á einstaka verkþætti og starfsmenn.

Hægt er að kalla fram lykiltölur fyrir allar skráðar upplýsingar eða fyrir valda skuldunauta eða verk. Greiningar og skýrslur má senda yfir í Excel til frekari úrvinnslu.



Verkbókhald

Áætlanir

Verkkerfið býður upp á áætlanir. Þar er hægt að hafa nákvæmt eftirlit með kostnaði og notkun forða.

Skrá má inn ráðstöfun starfsmanna og áætlaða notkun á tímum þeirra niður á verk. Með verkáætlun má skrá inn áætlaðan tíma á verk.

Þessar áætlanir má síðan skoða í verkgreiningum og starfsmannagreiningum.