Beint í efni
dk hýsingarþjónusta

Uppsetning hýsingar

Tenging við skýið

Hér eru allar leiðbeiningar varðandi tengingu við skýið, hýsingarþjónustu dk. Uppsetning fyrir Windows tölvur, Mac tölvur og spjaldtölvur. (Click here for the English version)

Windows tölvur

Fyrir Windows tölvur, þarf einungis að setja upp hugbúnað fyrir tengingu, sem sækja má hér. Leiðbeiningar fyrir Windows notendur eru á myndbandi hér til hliðar.

Uppsetning fyrir Windows tölvur

Windows

Til að setja upp tengingu við skýið þarf að sækja uppsetningarskrá og fylgja leiðsbeiningum hér fyrir neðan.

 • Byrjar á að sækja forritið hér að ofan og keyra upp
 • Notar sjálfgefna slóð sem gefin er upp hér að neðan
 • Samþykkja skilmála
 • Smella á INSTALL
Skrá kennitölu leyfishafa

Kennitala fyrirtækis

Þegar uppsetningu er lokið þá opnast viðmótið hér til hliðar.

 • Customer Number: Slá inn kennitölu dk leyfishafans og ýta á „Enter“
 • Nú birtist skráður leyfishafi í glugga og dkVistun tengill verður til á skjáborðinu til að tengjast
 • Þegar tengst er þarf að setja dkVistun\ fyrir framan notandanafnið
Uppsetning fyrir Windows tölvur

Stillingar

Sé smellt á Options í uppsetningarglugga þá er hægt að breyta stillingum:

 • Enable Multiple Display | Birta dk á öllum skjám
 • Redirect Drives | Taka með öll drif yfir í dk hýsingu
 • Always ask for password | Ekki vista lykilorð
 • Ef þarf að eyða út öllum tengingum er smellt á „Reset“
 • Til að virkja breytingar (sé hakað í eða úr) þá er nóg að smella á „Refresh“ 
 • Að lokum má loka þessum glugga og nota tengilinn á skjáborðinu til að tengjast inn
Uppsetning fyrir Apple tölvur

MAC

Sláðu inn kennitölu dk leyfishafa í formið hér til hliðar að fá tengiskrá.

Kennitöluuppfletting :

Velja tegund uppsetningar og útprentunar

Uppsetning tengingar

Velja þarf annað hvort Microsoft Remote Desktop eða Jump Desktop uppsetningu og fylgja leiðbeiningum hér fyrir neðan.

Við mælum með að nota Microsoft Remote Desktop með Easyprint

Microsoft Remote Desktop með Easyprint

EasyPrint | Remote Desktop

EasyPrint í gegnum Microsoft Remote Desktop.

Þetta er einföld prentlausn sem styður illa t.d. fjöldaprentun sölureikninga en virkar fyrir aðrar almennar prent aðgerðir.

Setja upp forritið Microsoft Remote Desktop 10 sem er hægt að finna í App Store.

Þegar uppsetningu á því er lokið er forritið opnað.

Microsoft Remote Desktop með Easyprint

Hægt er að stöðva hér og sækja tengiskrá efst á síðunni með því að slá inn kennitölu dk leyfishafans.

Ef detja á tengingu upp handvirkt skal halda áfram neðar í leiðbeiningunum.

Til að setja upp tengingu er farið í „Connections“, „Import Desktops…“ og skráin sem hlaðið var niður valin.

Microsoft Remote Desktop með Easyprint

Þá verður til tenging undir Saved Desktop. Til að ræsa hana er tvísmellt á tengingu.

Við fyrstu tengingu þarf að slá inn dkvistun\notendanafn og lykilorð og velja „Continue“.

Handvirk uppsetning

Remote Desktop

Uppsetning.

 • PC name: Það umhverfi sem tengjast á við.
 • Ef ekki er vitað hvaða umhverfi á að tengjast er hægt að ná í skrá efst á síðunni eða hafa samband við dk.
 • User account: dkvistun\notendanafn
 • Friendly name: dkVistun
 • Gateway: Smella á „Add new gateway“ (sjá næstu mynd).
 • Notendaupplýsingar eru settar inn þar fyrir neðan.

Handvirk uppsetning

Notendaupplýsingar settar inn í Add User Account

Add new gateway“ eru settar inn Gateway upplýsingar:
Gateway name: securecloud.dkvistun.is
Server:  securecloud.dkvistun.is
Username: dkvistun\notandanafn
Password: Lykilorð notanda

Handvirk uppsetning

Næst þarf að smella á flipann „Devices & Audio“ og setja hak undir Redirect við „Printers“ til að prentarar tengist.
Ef taka á með rafræn skilríki („Smart cards“) og klippiborð („Clip board“) hakið einnig við það.

Handvirk uppsetning

Ef tengja á möppu af tölvunni yfir í dkVistun þá þarf að haka í „Redirect folders“

Handvirk uppsetning

Þegar uppsetningu er lokið verður til tenging sem smellt er á til að tengjast dkVistun.

Jump Desktop og Thinprint

Thinprint | Jump Desktokp

Thinprint með Jump Desktop er lausn sem styður betur við fjölda/sérhæfða prentun. ThinPrint er eingöngu með stuðning við Jump Desktop sem þarf að kaupa í App Store.

Byrja þarf að setja upp ThinPrint sem sér um að tengja prentara með yfir í dkVistun.

Jump Desktop og Thinprint

Næst þarf að setja upp forritið Jump Desktop sem er hægt að finna í App Store.

Þegar uppsetningu á því er lokið er forritið opnað og smellt á plúsinn á stikunni til að stofna tengingu.

Jump Desktop og Thinprint

Þar þarf að setja inn undir „Host“ og „Name“ það umhverfi sem tengjast á við og smella á „Add„.
Ef ekki er vitað hvaða umhverfi á að tengjast er hægt að ná í skrá efst á síðunni eða hafa samband við dk.

Jump Desktop og Thinprint

Næst þarf að setja upp forritið Jump Desktop sem er hægt að finna í App Store.

Þegar uppsetningu á því er lokið er forritið opnað og smellt á plúsinn á stikunni til að stofna tengingu.

Jump Desktop og Thinprint

Þar þarf að setja inn undir „Host“ og „Name“ það umhverfi sem tengjast á við og smella á „Add„.
Ef ekki er vitað hvaða umhverfi á að tengjast er hægt að ná í skrá efst á síðunni eða hafa samband við dk.

Jump Desktop og Thinprint

Svo þarf að hægri smella á tenginguna og velja „Edit“.

Jump Desktop og Thinprint

Þegar þangað er komið þarf að bæta við RD Gateway sem er neðst á stikunni vinstra megin.

Jump Desktop og Thinprint

Smella næst á plúsinn og setja inn upplýsingar um Gateway:

Host: Security.dkvistun.is

Ekki þarf að setja inn notendaupplýsingar þarna.

Jump Desktop og Thinprint

Passa þarf að velja Security.dkvistun.is fyrir tenginguna og smella á „Save“.

Til þess að prentarar starfi eðlilega þarf að opna „Sharing“ úr stikunni og taka hakið „Printers“.

Jump Desktop og Thinprint

Nú er tengingin tilbúin. Í fyrstu tengingu þarf að setja inn notendanafn og lykilorð með „dkVistun\“ fyrir framan eins og myndin fyrir neðan sýnir.

Tengiskrá

Sækja tengiskrá

Sláðu inn kennitölu dk leyfishafans hér fyrir neðan til að fá tengiskrá