Beint í efni
dk heilbrigðislausnir

Heilbrigðislausnir

dk hefur í áratugi boðið upp á sérhæfðan hugbúnað og lausnir fyrir heilbrigðisþjónustu. Lausnir sem minnka útgjöld og spara tíma þeirra fyrirtækja sem nota heilbrigðislausnir dk.

dk býður upp á bæði almennar og margvíslegar sérhæfðar lausnir fyrir alla almenna heilbrigðisþjónustu, lyfjaafgreiðslu og apótek.

dk hugbúnaður er ISO 27001 vottað fyrirtæki, undir það fellur öll gagnavinnsla og skýjaþjónusta. Öll kerfi og þjónustur dk eru í skýinu þar sem gögnin eru alltaf aðgengileg og örugg. Með skýjalausn næst lægri rekstrarkostnaður og aukið rekstraröryggi.

Heilbrigðislausnir dk henta vel fyrir heilsugæslu, læknastofur, heilbrigðisþjónustu og apótek.

Heilbrigðislausn dk

Heilbrigðislausn dk

Heilbrigðislausn dk er heildstæð lausn fyrir læknastofur, sérfræðilækna, heilsugæslu og heilbrigðisstofnanir.

Með heilbrigðislausn dk er allt í einu kerfi og allar rafrænar tengingar eru tilbúnar.

Með rafrænum lausnum og sjálfvirkni dk næst mikill tímasparnaður og hagræðing.

Sjálfsafgreiðsla fyrir heilbrigðisþjónustu

Sjálfsafgreiðsla í móttöku

Með dk Pos kassakerfinu er hægt að fá sjálfsafgreiðslu sem er séraðlöguð að íslenskri heilbrigðisþjónustu.

Sjálfsafgreiðslukerfið tengist m.a. sjúkraskrárkerfinu Sögu, Sjúkratryggingum Íslands og Qmatic númerakerfi.

Með sjálfsafgreiðslukerfi næst mikill tímasparnaður.

Læknavaktin er eitt þeirra fyrirtækja á heilbrigðissviði sem nota sjálfsafgreiðslu dk.

Lyfjaafgreiðslukerfi dk

Apótek

dk býður upp á lausnir fyrir apótek og heilbrigðisþjónustu sem notar lyfjaafgreiðslu.

Heildarlausn frá dk með lyfjaafgreiðslukerfi, kassakerfi og hjálpartækjalausn.

Allt lausnir sem eru tengdar Sjúkratryggingum Íslands.

dk heilbrigðislausnir

Lausnir fyrir fyrirtæki á heilbrigðismarkaði


  • Tenging við fjárhagskerfi dk
  • Tenging við Sögu sjúkraskrárkerfi
  • Tenging við Qmatic heimsóknarkerfi
  • Tenging við Sjúkratryggingar Íslands
  • Tenging við kortauppgjör færsluhirða
  • Tenging við þjóðskrá
  • Afgreiðslukerfi með Sögutengingu
  • Sjálfsafgreiðsla með Sögutengingu
  • Sjálfvirkur útreikningur á hlut sjúklings
  • Sjálfvirk sending rafrænna reikninga
  • Sjálfvirk sending á innheimtukröfum
  • Sjálfvirkar sendingar til Sjúkratrygginga Íslands
  • Læknauppgjör – útreikningur á aðstöðugjöldum
  • Læknaskýrslur
  • Sjálfvirk bókun sölu