Beint í efni
Fjölþátta auðkenning (MFA)

Fjölþátta auðkenning

Hafin er innleiðing á fjölþátta auðkenningu (MFA) með forritinu DUO fyrir alla notendur sem skrá sig inn í hýsingarumhverfi dk.

Sem liður í efldu öryggi í hýsingu hjá dk krefjum við því nú alla notendur hýsingar um að vera með fjölþátta auðkenningu uppsetta á þeim notendum sem tengjast hýsingarumhverfi dk. Ekki er hægt að skrá sig inn í hýsingarumhverfið án fjölþátta auðkenningar.

Fjölþátta auðkenning (MFA)

Hvað þýðir þetta og hvað breytist?

Fjölþátta auðkenning (MFA) bætir við auka lagi af öryggi með því að krefjast fleiri en einnar auðkenningaraðferðar, eins og lykilorðs og auðkenningarkóða sem sendur er í síma eða tölvupósti.

Helsta breytingin eftir að uppsetningu MFA er lokið er að í hvert sinn sem þú skráir þig inn í hýsingarumhverfi dk þú verður beðin/n um að staðfesta auðkenni þitt í síma.

Öll umsýsla með notendur og uppsetning MFA fer fram inni á Mínum síðum. Uppsetningin er einföld og tekur aðeins nokkrar mínútur.

Fjölþátta auðkenning (MFA)

Hvernig virkjar þú MFA?

Öll umsýsla með notendur og fjölþátta auðkenningu er nú möguleg inni á Mínum síðum á minar.dk.is. Uppsetningin er einföld og tekur aðeins nokkrar mínútur.

Inni á Mínum síðum eru þrír flipar undir "Umsýsla":

1. Upplýsingar - Hægt er að merkja notendur nafni starfsmanns. Hér þarf að slá inn netfang og símanúmer viðkomandi fyrir fjölþátta auðkenningu.

2. Lykilorð - Hér er mögulegt er að breyta lykilorði fyrir notendur.

3. MFA (fjölþátta auðkenning / Multi Factor Authentication) - Almenn umsýsla og útdeiling á fjölþátta auðkenningu fyrir notendur.

ATH! Nauðsynlegt er að fylla fyrst út upplýsingar um notanda, símanúmer og netfang, undir "Upplýsingar" svo hægt sé að virkja auðkenninguna undir "MFA".

Fjölþátta auðkenning (MFA)

Kennsluefni

Hér til hliðar er að finna kennslumyndband þar sem farið er yfir skref fyrir skref hvernig innleiðing fjölþátta auðkenningar fer fram.

Við deilum hér neðar hlekk á glærur sem farið var yfir á vefkynningum sem haldnar voru miðvikudaginn 27. nóvember og þriðjudaginn 3. desember.

Algengar spurningar og svör

Ég finn ekki boð á Mínar síður í heimabanka?
Ég fæ ekki upp umsýslu flipann á Mínum síðum?
Ég er ekki með aðgang að heimabanka fyrirtækisins, get ég þá gert þetta?
Hvar sækir maður lykilorðið inn á Mínar síður?
Hvernig er með bókara- og endurskoðunaraðganga inn á fyrirtæki?
Þarf þetta líka fyrir dk One, dk Plus og dk Pos?
Kóði skilar sér ekki?
Styðja allir símar DUO?
Aðeins einn notandi inn í hýsingu sem margir eru að deila, er það hægt?
Ef ég er að bóka fyrir mörg fyrirtæki með sitthvorn aðganginn, hvað geri ég þá?
Er hægt að hafa eitt símanúmer bak við marga notendur?
Er hægt að hafa mörg símanúmer á sama notanda?
Notandi er með erlent símanúmer, er hægt að virkja DUO þar?
Er gulur skjöldur við notanda á Mínum síðum?