dk hugbúnaður
Öryggisstefna dk
Það er einlægur ásetningur dk að hámarka öryggi við miðlun persónu- og trúnaðarupplýsinga og koma í veg fyrir óheimila eða óviðeigandi notkun upplýsinga í umsjá dk.
Á þessari síðu má sjá öryggisstefnu dk hugbúnaðar sem nær til allrar starfsemi og starfsmanna ásamt verktökum og öðrum ytri aðilum sem veita þjónustu fyrir hönd dk.

dk hugbúnaður ehf.
Öryggisstefna dk
Tilgangur
Það er einlægur ásetningur dk að hámarka öryggi við miðlun persónu- og trúnaðarupplýsinga og koma í veg fyrir óheimila eða óviðeigandi notkun upplýsinga í umsjá dk. Stefna þessi skal vera lýsandi fyrir viðskiptavini, starfsmenn og stjórn félagsins og aðra þá sem hafa aðgang að eignum og gögnum dk.
Umfang
Stefna þessi nær til allrar starfsemi og starfsmanna ásamt verktökum og öðrum ytri aðilum sem veita þjónustu fyrir hönd dk.
Markmið
Markmið dk er að tryggja samfelldan rekstur og hámarka öryggi gagna og annara verðmæta í eigu og umsjón dk með tækni- og skipulagslegum ráðstöfunum sem taka mið af eðli gagna, lögum um upplýsingastjórnun og persónuvernd ásamt reglugerðum sem í gildi eru hverju sinni.
- Öryggisstefnan er grundvöllur þeirra tækni- og skipulagslegra ráðstafanna ásamt verklagsreglum sem innleiddar hafa verið í dk og er öllum starfsmönnum leiðarljós við vinnu sína.
- Allar upplýsingareignir og húsnæði dk er varið gegn óheimilum aðgangi með aðgangstýringum og verklagsreglum.
- Gögn í eigu viðskiptavina sem og gögn um viðskiptavini eru hýst í húsnæði sem fylgja viðmiðum ISO 27001.
- Viðeigandi gögn eru dulkóðuð í sendingum í hugbúnaði dk.
- Réttleiki og tiltækileiki gagna er tryggður m.a. með afritun gagna með reglubundnum hætti, eftirlitskerfum og uppfærslum.
- Trúnaðarupplýsingar séu öllum óaðgengilegar nema þeim sem þurfa að hafa aðgang að þeim.
- Starfsmenn fá reglulega fræðslu í gagna- og upplýsingaverndaröryggi og vinna í samræmi við gagnaverndarstefnu dk sem lýsir skyldum starfsmanna við meðferð á trúnaðar- og persónuverndarupplýsingum.
- Starfsmenn undirgangast trúnaðar- og þagnareið sem gildir einnig eftir starfslok.
- Vinnsluaðilum er gert að uppfylla allar nauðsynlegar öryggiskröfur sem dk gerir kröfur um áður en til samninga er gengið.
- Að öryggisfrávik, frávik frá verklagsreglum eða grunur um bresti í öryggi séu tilkynnt og rannsökuð.
- Að tryggja stöðugar umbætur með virku öryggisstjórnkerfi.
Ábyrgð og hlutverk
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að stefnu þessari sé framfylgt. Sviðsstjóri hýsingar ber ábyrgð á að viðeigandi skipulags- og tæknilegar ráðstafanir séu innleiddar og virkar. Allir starfsmenn og aðrir þeir sem stefna þessi nær til skuldbinda sig til að hlíta stefnu þessari.
Endurskoðun
Stefna þessi eru endurskoðuð ef breytingar eiga sér stað í skipulagi og starfsemi dk en þó eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti.