dk afgreiðslulausnir
Kassakerfi
Kassakerfið okkar er hannað til að einfalda og bæta upplifun viðskiptavina í þinni verslun.
Með öflugum eiginleikum og auðveldri notkun tryggir kassakerfið okkar hraðari afgreiðslu, betri stjórnun á lager og ánægðari viðskiptavini.
Viðmótið er notendavænt og afar auðvelt er að læra á kerfið. Einfaldar aðgerðir tryggja lágmarksafgreiðslutíma sem skilar sér í betri þjónustu.

Heildarlausn í afgreiðslukerfum
dk Pos kassakerfi
dk Pos kassakerfið er heildarlausn í afgreiðslukerfum sem byggir á nýjustu tækni þar sem vinnsluhraði er með því besta sem gerist.
Viðmótið er notendavænt og afar auðvelt er að læra á kerfið. Einfaldar aðgerðir tryggja lágmarksafgreiðslutíma sem skilar sér í betri þjónustu.
Kassakerfi er hægt að tengja við jaðarbúnað eins og prentara, strikamerkjalesara og peningaskúffu.
Hvað gerir kassakerfi dk fyrir þína verslun?
Kassakerfi dk gerir starfsfólki þínu kleift að afgreiða viðskiptavini hraðar og minnkar líkur á mistökum. Með sjálfvirkum uppfærslum á lagerstöðunni og einföldu viðmóti spararðu tíma og eykur framleiðni.
Með kassakerfi dk geturðu auðveldlega stjórnað og fylgst með kostnaði í rauntíma. Dregur úr óþarfa útgjöldum og hámarkar nýtingu fjármuna, sem eykur hagkvæmni og minnkar rekstrarkostnað.
Tengdu alla deildir verslunarinnar með einum samræmdum vettvangi. Kassakerfið okkar tryggir að allir séu með nýjustu upplýsingarnar, hvort sem um ræðir sölutölur, birgðir eða viðskiptavinaupplýsingar. Þetta leiðir til betri ákvarðanatöku og aukins árangurs.
Heildarlausn í afgreiðslukerfum
Kassakerfi fyrir verslanir & veitingastaði
dk Pos kassakerfi hentar vel í verslunum þar sem krafa er um hraðvirkt og áreiðanlegt afgreiðslukerfi.
Kerfið hefur verið í þróun síðan 2006 og uppfyllir kröfur nútíma verslana um hraða, skilvirkni og gagnaöryggi.
Margvíslegar tengingar og sérvinnslur eru fáanlegar fyrir verslanir og veitingastaði.


Kassakerfi fyrir Android og iOS tæki
dk Pos App kassakerfi
dk Pos App kassakerfi er afgreiðslukerfi í appi sem má nota eitt og sér eða sem viðbót við dk Pos kassakerfið.
Viðmótið er notendavænt og er afar auðvelt að læra á kerfið. Einfaldar aðgerðir tryggja lágmarks afgreiðslutíma sem skilar sér í betri þjónustu.
Hægt er að fá dk Pos App í PAX posa sem App-to-App lausn. Þannig er afgreiðslukerfi og posi komið saman í eitt þægilegt þráðlaust tæki.
Nánari lýsing á virkni og notkun kerfis
dk Pos er sveigjanlegt kassakerfi. Hægt er að stilla hnappa eftir óskum, bæta við og eyða eftir þörfum. Kerfið aðlagar sig að því hvort skjárinn er í landscape eða portrait stillingu.
Hver afgreiðsla er afrituð yfir í dk Pos bakvinnslukerfið jafnóðum og hún er gerð.
dk Pos afgreiðslukerfið er framtíðarlausn sem byggir á nýjustu tækni og getur vaxið í takt við aukin umsvif í rekstri.
Bakvinnslukerfið í dk Pos auðveldar verslunarstjórum umsjón með lager og innkaupum auk þess sem auðvelt er að halda utan um verðbreytingar og afslætti.
Sölugreining er mikilvægur þáttur í rekstri verslana. Notendur dk Pos geta fengið skýrslur um sölu á vörum, vöruflokkum, kössum og afgreiðslumönnum. Einnig fylgja með ítarlegar skýrslur um birgðir og uppgjör.
Auðvelt er að nota handtölvur með dk Pos afgreiðslukerfinu. Með því að nota handtölvu við vörutalningar, pantanagerð og vörumóttöku má lækka kostnað og spara tíma.
Vélbúnaður fyrir kassakerfi
Vélbúnað fyrir kassakerfi er hægt að fá hjá endursöluaðilum á Íslandi eins og Origo, Advania, Opnum Kerfum og Edico.
dk Pos kassakerfi hentar fyrir PC tölvur með Windows 10 og Windows 11 stýrikerfinu.

Spjaldtölvur með Android og iOS stýrikerfi henta fyrir dk Pos App kassakerfi.

Margar gerðir posa er hægt að tengja við dk kassakerfi. Nýjustu gerðir snjallposa henta vel. Posa frá Rapyd, Teyja, Verifone, Landsbankanum og Straumi er hægt að tengja við dk Pos kassakerfi.

Kvittanaprentara eru nauðsylegir fyrir kassakerfi. Útprentanir á kortafærslum og reikningum fyrir viðskiptavini. Bæði er hægt að nota usb tengda og þráðlausa kvittanaprentara með dk kassakerfum.

Kvittanaprentara fyrir eldhúsbommur hjá veitingahúsum er best að hafa nettengjanlega. Með nettengdum eldhúsprentara getur dk kassakerfið sent pantanir í eldhús á öruggan máta.

Strikamerkjalesarar koma í mörgum stærðum og gerðum. Strikamerkjalesarar eru nauðsynlegir þar sem krafan er um hraða og örugga afgreiðslu á vörum. Birgða- og sölukerfi dk er með stuðning við strikamerki.

Peningaskúffa er tengd við kvittanaprentara kassakerfis. Þannig getur kassakerfið stýrt opnun á peningaskúffu sjálfkrafa.

Matvöruverslanir þurfa öflugar vogir og strikamerkjalesara. dk Pos kassakerfið er með vottaða tengingu við vogir sem matvöruverslanir þurfa fyrir afgreiðslu.

Á heilbrigðislausnasviði dk er boðið upp á sjálfsafgreiðslu kassakerfi. Kerfið getur bæði notað hefðbundinn vélbúnað með Kiosk standi eða sérbyggðan sjálfsafgreiðsluvélbúnað.
