Beint í efni
útgáfur

dk útgáfa 5.0.8

Í útgáfu 5.0.8 af dk viðskiptahugbúnaði eru ýmsar nýjungar og lagfæringar.

Athugið að þeir notendur sem eru í kerfishýsingu hjá dk, þurfa ekki að uppfæra sjálfir.

dk útgáfur

Það helsta í útgáfunni

Fjárhagur:

Í skráningu dagbókar í fjárhag er vinnsla sem breytir fylgiskjalsnúmerum.

Nú hefur verið bætt í hana þannig að hægt sé að hliðra númerum um uppgefinn fjölda – t.d. hækka (eða lækka) öll fylgiskjalsnúmerin í dagbókinni um 7.

  • Bætt hefur verið inn í innlestur dagbókar frá csv-skjali möguleikanum að velja tegund færslu „verk“.
  • Þegar tilvísanir eru stofnaðar (Fjárhagur – Uppsetning – Tilvísanir) er núna hægt að sækja frá þjóðskrá sé verið að stofna út frá kennitölu.
  • Í bankareikningum (Fjárhagur – Bankareikningar – Bankareikningar) er núna hægt að fela óvirka reikninga.

Skuldunautar:

Hér hafa verið gerðar smávægilegar lagfæringar á uppflettingum.

Lánardrottnar:

Í lánardrottnakerfinu hafa aðallega verið lagfæringar.

Þær lúta m.a. að innlestri rafrænna reikninga þar sem tekið hefur verið mið af óskum viðskiptavina varðandi tilvísanir, bókunarskilgreiningar o.fl.

Einnig hafa verið gerðar smávægilegar breytingar á skýrslum.

Sölureikningar:

Viðbætur í sölureikningum tengjast sérvinnslum eins og tengingum við Sjúkratryggingar Íslands vegna greiðsluþátttöku hjálpartækja.

Innkaupakerfi:

Í innkaupakerfi hafa verið gerðar miklar breytingar í bakvinnslum til að auka hraða í kerfinu.

Bætt hefur verið inn að hægt sé að skrá verknúmer í haus og línur í vörumóttöku.

Eins er nú hægt að senda birgjum innkaupapöntun á Excel-formi beint úr kerfinu.

Verkbókhaldskerfi:

Bætt hefur verið í uppflettingar og eins skýrslur auk annarra minni lagfæringa.

Launakerfi:

Mikið hefur verið unnið í launakerfinu. Má t.a.m. nefna að nú er hægt í öllum skýrslum að afmarka við víddir. Ýmislegt hefur verið snyrt til.

En stærsta málið er hægt að bæta jafnlaunagreiningu við launakerfið en hún er grundvöllur jafnlaunavottunar. Þetta viðbótareining sem er seld sérstaklega.

Almennt:

Kynjaskráning

Brugðist hefur verið við breytingum á kynjaskráningum – alls staðar þar sem valið er kyn er núna hægt að velja „kynsegin“.

Control Center Service

Um nokkurt skeið höfum við boðið upp á svokallað „Control Center Service“ sem keyrir verkefni eftir uppsetjanlegu fyrirkomulagi – þar er stöðugt verið að bæta inn, nú síðast að uppfæra reglulega allar nafnaskrár eftir þjóðskrá.

Fyrr á þessu ári kom t.a.m. sá möguleiki að sækja gengi gjaldmiðla sjálfvirkt með Control Center Service.