Beint í efni

27.02.2024

dk hlýtur ISO 27001 vottun

The British Standards Institution á Englandi (BSI-UK) hefur staðfest vottun á stjórnunarkerfi upplýsingaöryggis hjá dk samkvæmt ISO/IEC 27001:2022.

dk hlaut nýverið ISO 27001 vottun sem felur í sér formlega viðurkenningu á því að upplýsingaöryggi dk sé stjórnað samkvæmt ákveðnum ferlum og að fagleg vinnubrögð séu viðhöfð.

Vottunin tryggir ennfremur stöðugar umbætur í upplýsingaöryggismálum fyrirtækisins og nær yfir allan innri og ytri rekstur.

Gagnatap og upplýsingaleki er ein af mestu ógnum sem fyrirtæki standa frammi fyrir í dag svo að áhersa á upplýsingaöryggi hefur aldrei verið mikilvægari. Markmið dk er að tryggja samfelldan rekstur og hámarka öryggi gagna og annara verðmæta í eigu og umsjón dk með tækni- og skipulagslegum ráðstöfunum sem taka mið af eðli gagna, lögum um upplýsingastjórnun og persónuvernd ásamt reglugerðum sem í gildi eru hverju sinni.

Nánar um ISO 27001

Innleiðing á staðlinum ISO 27001 (Information Security Management System) er aðferðarfræði við að stjórna upplýsingaöryggi. Stjórnkerfið styrkir skipulagsheildir í nýsköpun, vexti og þróun á þjónustu til viðskiptavina með öruggum hætti. Einnig hjálpar það skipulagsheildum að innleiða aðferðarfræði til að vernda persónulegar sem og viðskiptaupplýsingar.

Dagsetning
27.02.2024
Deila