20.10.2025
Windows uppfærslur valda vanda
Nýlegar uppfærslur frá Microsoft hafa valdið vandamálum sem við höfum fundið lausn á. Ný útgáfa tengiforrits leysir fyrra vandamálið en til að leysa seinni villuna þarf að fjarlægja Windows 11 uppfærsluna.
1: Tenging við hýsingarumhverfi dk slitnar
Frá uppfærslum Microsoft í ágúst og september hefur borið á því að þegar prentari með IPP class driver er tengdur við hýsingu dk, þá rofnar tengingin eftir 5 - 10 sekúndur.
Þetta á við þær tölvur þar sem búið er að uppfæra úr Windows 10 í Windows 11.
Við höfum gefið út nýja útgáfu af tengiforritinu okkar sem mun uppfæra sjálfkrafa, en þó aðeins þar sem sjálfvirk uppfærsla er þegar virk í stillingum
Þar sem "sjálfvirk uppfærsla" er ekki leyfð í stillingum þarf að keyra inn handvirka uppfærslu á tengiforritinu okkar.
Eins er hægt að keyra inn handvirka uppfærslu á prentforritinu ThinPrint í útgáfu 13.
2: Villa þegar notuð eru rafræn skilríki.
Eftir október uppfærslu á Windows 11 stýrikerfinu frá Microsoft hefur borið á því að í einhverjum tilfellum virka rafræn skilríki ekki. Upp kemur villa sem segir "invalid provider type specified" þegar: sendar eru kröfur, sóttar eru innborganir eða bankahreyfingar sóttar með rafrænum skilríkjum.
Uppfærslan sem veldur villunni er: Windows 11, October 2025 Cumulative Update (KB5066835)