Beint í efni

27. júní 2023

Könnun meðal viðskiptavina dk

Viðskiptavinum dk hugbúnaðar hefur verið send stutt þjónustukönnun. Könnunin er send á viðskiptavini sem og samstarfsaðila dk og er mikilvægur liður í því að bæta þjónustuna enn frekar. Könnunin er framkvæmd af fyrirtækinu Prósent og er gert ráð fyrir að hún standa yfir í tvær vikur.

Tækifæri fyrir báða aðila

Könnun sem þessi gefur dk nauðsynlega innsýn inní upplifun viðskiptavina af ýmsum þáttum þjónustunnar, svo sem gæðum, hraða, ánægju og virði þjónustunnar. Þjónustukönnunin gefur viðskiptavinum okkar einnig tækifæri til að koma á skoðun sinni á framfæri og almennri upplifun af samskiptum sínum við dk hugbúnað.

Við þökkum viðskiptavinum kærlega fyrir þátttökuna og fyrir að hjálpa okkur að bæta þjónustuna.

Spurningum varðandi þjónustukönnunina má beina til Hafsteins Róbertssonar, markaðsstjóra dk í netfangið hafsteinn (hjá) dk.is

Dagsetning
27. júní 2023
Deila