Beint í efni

4. mars 2022

Bemar bókunar- og húsumsjónarkerfi

Bemar bókunar- og húsumsjónarkerfi

Bemar fyrir gististaði

Bemar er bókunar og húsumsjónarkerfi fyrir gististaði og afþreyingu. Kerfið er samtengjanlegt hinum ýmsu kerfum m.a. Booking, Expedia, Airbnb, dk bókhaldskerfi og Saltpay greiðslukerfi. Skýjaþjónusta Bemar er heildarlausn fyrir gististaði með eða án vefsíðu og vefpósts.

dk tenging við Bemar

dk og Bemar bókunar- og húsumsjónarkerfi eru samtengd með API tækni. Þannig verða bókanir sjálfvirkt að reikning í dk t.d. á komudegi gests.

Heildarlausn fyrir gististaði

Gististaðir geta valið heildarlausn hjá Bemar eða stakar þjónustur. Bókunar- og húsumsjónarkerfi ásamt samtengingum við söluaðila – Vefsíða og hýsing – Vefpóstur, Google Workspace fylgir með – Ýmsar viðbætur, t.d. dk hugbúnaður og Saltpay.

Einfalt í uppsetningu og notkun

  • Bemar annast uppsetningu og samþættingu sér fyrir hvern notanda, allt afhent uppsett og tilbúið með vörunúmer og annað samþætt á milli kerfanna.
  • Notandi getur valið ýmsar stillingar t.d. hvort allar bókanir verði að reikning í dk eða bókanir frá ákveðnum sölurásum.
  • Bemar raðar bókunum í stök herbergi í dk, það einfaldar notagildi dk viðbóta eins og td. dk afgreiðslukerfi sé óskað eftir því.

Ný samtenging milli Bemar og dk

Ný samtenging á milli Bemar og dk er milliliðalaus sem skapaði mikla verðlækkun. Uppsetning og samþætting lækkaði um 2/3, kostar núna 75.000kr án virðisauka fyrir hefðbundið hótel eða gistiheimili. Innifalið í mánaðargjaldi er dagleg samkeyrsla á milli kerfanna ásamt hefðbundnu eftirliti (öryggisafritun af færslum) og smærri breytingar og lagfæringar.

Sjá nánar

Sjá nánar um Bemar: https://bemarbooking.eu

Nánar um dk fyrir hótel og ferðaþjónustu: https://dk.is/hotel-og-ferdathjonusta

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagsetning
4. mars 2022
Deila