Beint í efni
Um dk

Viðskiptavinir dk

Hugbúnaðarlausnir dk henta öllum stærðum og gerðum af fyrirtækjum.

Starfsmenn dk leggja sig fram við að þróa réttar lausnir fyrir viðskiptavini félagsins og hafa þannig getað verið með einn vinsælasta viðskiptahugbúnað landsins í yfir 25 ár.

Um dk

Yfir 30.000 fyrirtæki nota dk

Þegar velja á hugbúnað þarf að huga að mörgu, til að mynda hvað hentar viðkomandi rekstri best, er uppsetningin mikil, uppfyllir hann þarfir fyrirtækisins og starfsfólksins.

Lindex í Danmörku valdi heildarlausn frá dk hugbúnaði.

Um dk

Tegundir fyrirtækja sem nýta sér dk viðskiptahugbúnaðinn eru m.a.

Auglýsingastofur, Apótek, Arkitekta- & verkfræðistofur, Bókhaldsstofur, Búrekstur (bændur), Endurskoðunarstofur, Félagasamtök, Fiskverkanir, Framleiðslufyrirtæki, Hótel, Inn- og útflutningsfyrirtæki, Lögfræðistofur, Nýsköpunarfyrirtæki, Stéttarfélög, Tæknifyrirtæki, Útgerðir, Veitingastaðir, Verkstæði, Verktakar, Verslanir, Þjónustufyrirtæki

Lindex

Lindex opnaði í Smáralind í Nóvember 2011 þegar rúmlega 12 þúsund manns heimsóttu verslunina á þremur dögum og þurfti að loka versluninni tímabundið í kjölfarið þar sem birgðir til þriggja vikna seldust upp á einni helgi. Opnunin var ein stærsta opnunarhelgi í íslenskri verslunarsögu og var þá jafnframt stærsta opnun í 60 ára sögu Lindex sem er með um 430 verslanir víðs vegar um evrópu.

Við slíkt álag er nauðsynlegt að afgreiðslukerfi verslunarinnar sér einfalt og fljótlegt í notkun og nógu áreiðanlegt til að ráða við allan þennan fjölda viðskiptavina.

dk hugbúnaður hefur reynst okkur einkar góður samstarfsaðili allt frá því við opnuðum verslunina í Smáralind. Fagmennska og hjálpsemi starfsfólks fyrirtækisins er til fyrirmyndar og þá hefur öryggistilfinningin sem fylgir því að hafa áreiðanlegt afgreiðslukerfi séð til þess að við getum einbeitt okkur með heilum hug að því að byggja upp reksturinn.

Albert Þór Magnússon, Umboðsaðili Lindex á Íslandi

Café Adesso

Nútímaleg kaffitería þar sem áhersla er lögð á úrvals hráefni til að tryggja hámarks gæði.

Með dk getum við nálgast sölugögn úr bakvinnslu dk POS afgreiðslukerfisins á auðveldan hátt, hvenær sem okkur hentar og þannig öðlast heildstæðari yfirsýn yfir reksturinn.

Elís Árnason, framkvæmdarstjóri

Grant Thornton

Grant Thornton er framsækið og leiðandi endurskoðunarfyrirtæki sem var stofnað í árslok 1989 og hefur verið í stöðugum vexti allar götur síðan. Fyrirtækið hefur ávallt lagt mikla áherslu á að veita faglega og persónulega þjónustu á sviði fjármála og viðskipta og þannig aðstoða viðskiptavini sína við að ná markmiðum sínum.

Grant Thornton hefur unnið í nánu samstarfi við dk hugbúnað allt frá árinu 2000 og hefur átt ríkan þátt í að gera dk Viðskiptahugbúnað að jafn öflugri lausn og hann er í dag.

Við höfum átt einstaklega gott samstarf við dk hugbúnað til fjölda ára. Við höfum unnið náið með fyrirtækinu við þróun fjárhagshluta dk Viðskiptahugbúnaðar og dk Framtalskerfi en við notum kerfið fyrir alla okkar starfsemi auk þess að bjóða upp á aðgang fyrir viðskiptavini okkar í gegnum hýsingarþjónustu dk. Auk bókhaldshlutans hefur verkbókhaldskerfi dk reynst okkur afar vel og notum við það til að halda utan um allar okkar tímaskráningar.

Theodór S. Sigurbergsson, Grant Thornton

J.S. Gunnarsson hf

J.S. Gunnarsson er heildsala með fatnað, skó, sundfatnað ofl.

dk hugbúnaður sér okkur fyrir heildarlausn í hugbúnaði og hýsingu ásamt því að sjá um allan rekstur tölvukerfis okkar. Þetta gerir okkur kleift að einbeita okkur að okkar kjarnastarfsemi og efla tengsl við birgja og viðskiptavini.

Heiða Gunnarsdóttir, fjármálastjóriJ.S. Gunnarsson hf