Beint í efni

30. desember 2022

Verðbreytingar um áramót

Fyrirhugaðar eru verðhækkanir hjá dk hugbúnaði frá og með 1. janúar 2023. Verðhækkunin er til komin vegna aukins kostnaðar, hækkunar þjónustu frá birgjum, vísitöluhækkun og fleiri þátta.

Við hjá dk höfum eftir bestu getu reynt að halda verðhækkunum í lágmarki og hefur verð flestra vara og þjónustuliða ekki hækkað í töluverðan tíma. Vegna framangreindra kostnaðarhækkana neyðumst við til að bregðast við og er meðalhækkun á vörum og þjónustu á bilinu 10 – 15%.

Hægt er að nálgast útgefna reikninga og hreyfingalista inni á mínum síðum á dk.is.

Ef spurningar vakna hafið samband við okkur á sala@dk.is.

 

Dagsetning
30. desember 2022
Deila