Beint í efni

7. febrúar 2019

Vaðlaheiðargöng hf. velja lausn frá dk

Vaðlaheiðargöng eru veggöng undir Vaðlaheiði, milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Þau eru um 7,2 km í bergi milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Göngin voru opnuð í desember síðastliðnum, þau eru ómönnuð og er nýtt myndavélakerfi við innheimtu veggjalds. Við gjaldtökuna er notuð hugbúnaðarlausn frá dk hugbúnaði, Raftákni og Stefnu svo ökumenn geti greitt veggjald á einfaldan og öruggan máta.

Teknar eru myndir af númerum ökutækja sem ekið er um göngin.  Út frá myndinni er flett upp í bifreiðaskrá og fundin umráðamaður ökutækis.  Ef umráðamaður ökutækis hefur skráð bílinn á vefsíðunum veggjald.is eða tunnel.is, sem Raftákn og Stefna hönnuðu, skuldfærist gangagjaldið sjálfkrafa af því greiðslukorti sem skráð er á viðkomandi bílnúmer eða tekið af fyrirframgreiddu veggjaldi. Ef bílnúmer er ekki skráð hjá Vaðlaheiðagöngum hefur ökumaður þrjár klukkustundir til að ganga frá greiðslu á tunnel.is eða í Veggjalds appinu frá Stefnu. Sé ferðin um göngin hinsvegar ekki greidd innan þriggja klukkustunda frá því að ekið er í gegnum þau verður veggjaldið innheimt af skráðum umráðamanni ökutækis með því að senda kröfu sjálfkrafa í heimabanka hans frá sölukerfi dk hugbúnaðar.

Með Raftákni, Stefnu og dk hugbúnaði verður allt greiðsluferlið algerlega sjálfvirkt, fljótvirkt og sparar mikin umsýslukostnað. Lausnir sem Vaðlaheiðargöng nota hjá dk eru m.a.: Skýjalausn dk, fjárhagsbókhald og sölukerfi, sambankaþjónusta, sjálfvirkar þjónustur, vefþjónustutenging og innheimtukerfi banka.

dk hugbúnaður óskar Vaðlaheiðargöngum hf. til hamingju með þennan nýja áfanga í þjóðvegakerfi landsins.

Dagsetning
7. febrúar 2019
Deila