Beint í efni

1. september 2021

Þjónustufyrirtæki og sérlausnir

Þjónustufyrirtæki og sérlausnir

dk býður upp á margvíslegar lausnir fyrir þjónustufyrirtæki og þjónustuverkstæði. Síaukinn fjöldi verkstæða hafa verið að taka í notkun hugbúnaðarlausnir dk undanfarin misseri.

Í boði eru sérlausnir fyrir þjónustuverkstæði eins og bókunarkerfi & verkbókhald, verkbókhald & stimpilklukka, sérlausnir fyrir skoðunarstofur og handtölvulausnir.

Bókunarkerfi og verkbókhald

Bókunarkerfi hentar vel fyrirtækjum með bílaverkstæði. Verkbeiðni stofnast um leið og tímapöntun er gerð, sem gerir alla skráningu einfalda og þægilega. Bókunarkerfi og verkbókhald er heildarlausn fyrir þjónustufyrirtæki allt frá því að tími er bókaður þar til reikningur er skrifaður út.

Sjá nánar: Bókunarkerfi og verkbókhald

Verkbókhald og stimpilklukka

Verkstimpilklukka gerir starfsmönnum á verkstæði kleift að stimpla sig inn og út af verki með einföldum hætti. Verkbeiðni er aðgengileg í gegnum verkbókhaldskerfið þar sem unnir tímar og kostnaður eru skráð í gegnum vefviðmót kerfis. Færslur færast yfir í launakerfi sem nýtist við launaútreikning.

Sjá nánar: Verkbókhald og stimpilklukka

Skoðunarstofur

Skoðunarstofur þurfa sérhæfð hugbúnaðarkerfi fyrir sinn rekstur. dk býður upp á upp á heildarlausn fyrir skoðunarstofur þar sem spjaldtölvur eru notaðar við skráningu og rafrænar tengingar nýttar við Samgöngustofu. dk fyrir skoðunarstofur er öflug heildarlausn í skýinu.

Handtölvulausnir

dk býður upp á handtölvulausnir, hugbúnað fyrir handtölvur og tengingar við handtölvukerfi.  Kerfin tengjast birgðakerfi dk viðskiptahugbúnaðar og henta fyrir allar stærðir fyrirtækja.

Sjá nánar: Handtölvulausnir

Vantar frekari upplýsingar?

  Nafn ( þarf )

  Fyrirtæki

  Netfang ( þarf )

  Símanúmer

  Fyrirspurn þín ..

  Dagsetning
  1. september 2021
  Deila