Beint í efni

13. ágúst 2020

Sviptingar á hótelkerfamarkaði

Þegar þetta er skrifað hefur Hollenska hugbúnaðarfyrirtækið Roomer verið tekið til gjaldþrotaskipta í Hollandi. Roomer var hótelbókunarkerfi sem var í notkun í fjölda hótela á Íslandi. Gjaldþrotið táknar að þau hótel sem voru að nota kerfið frá þeim þurfa að skipta út kerfinu sínu hið fyrsta.

Við hjá dk hugbúnaði höfum verið í samstarfi við fjölda aðila varðandi tengingar milli dk og kerfa sem þeir eru með á markaði. Má þar nefna bókunarsíður, vefverslanir, skólakerfi o.fl. Höfum við gætt þess að allir sem vilja tengjast okkur geti það og í sumum tilvikum skrifaðar sérlausnir þegar þarf.

Í hótelbókunarkerfum höfum við skrifað tengingu við GoDo www.godo.is en eins hefur Origo skrifað vefþjónustu við dk fyrir The Booking Factory https://www.origo.is/lausnir/thebookingfactory/ (áður Cover).

Vegna áðurnefnds gjaldþrots Roomer, er tíminn knappur til að skipta um kerfi þar sem þjónustuaðili Roomer getur lokað fyrir tengingu með engum fyrirvara. Leggjum við því til að þeir sem þurfa að skipta hafi hraðar hendur og verði sér út um nýtt bókunarkerfi. Við hjá dk aðstoðum við flutning á vefþjónustu frá Roomer yfir í Godo eða The Booking Factory ef á þarf að halda.

Skrifað af:
Jónasi Yngva Ásgrímssyni
Viðskiptafræðingi

Dagsetning
13. ágúst 2020
Deila