Beint í efni

3. janúar 2022

Staðgreiðsla 2022

Staðgreiðsla 2022

Eins og alltaf um áramót eiga sér stað breytingar á skattprósentum. Sumt af þessu þarf að laga í dk en annað ekki. Viðskiptavinir í dk Vistun þurfa ekki að breyta launaupplýsingum hjá sér, það er gert miðlægt í vistuninni. Við skulum byrja á að skoða hvað gerist í staðgreiðslu launa:

Staðgreiðsla skatta verður áfram þrískipt:

  • Af fyrstu 370.482 – 31.45%
  • Af næstu 669.624 – 37,95%
  • Af launum umfram 1.040.106 – 46,25%

Það er um að gera að minna notendur dk hugbúnaðar á að hægt er að setja inn laun greidd af öðrum launagreiðanda og þannig tryggja að starfsmenn greiði raunverulega skatta og lendi ekki í skattaskuld við álagningu. Þetta er gert í launakerfinu undir Launþegar og <F5> Áætluð laun frá öðrum launagreiðendum.

Persónuafsláttur

Breyting verður á Persónuafslætti og verður kr. 53.916 á mánuði. Börn fædd 2007 og síðar greiða hins vegar 6% skatt af tekjum umfram 180.000.

Tryggingagjald

Tryggingagjald er 6,35% af launum, tryggingagjald af launum sjómanna á fiskiskipum er 7%.

Laun og launamiðar

Skilafrestur á launamiðum á rafrænu formi er fyrir 20. janúar 2022. Launamiðar eru sendir beint úr launakerfinu undir Vinnslur og Launamiðar (RSK 2.01). Áður en launamiðar eru sendir út er rétt að skoða Uppsetningu – Almennar stillingar og athuga hvort ekki sé réttur veflykill skráður vegna rafrænna skila á launamiðum og eins hvort ekki sé rétt slóð fyrir vefþjónustu. (https://vefur.rsk.is/ws/Gagnaskil/GagnaskilService.svc).

dk útgáfa

Áramótaútgáfa af dk með launamiðum 2022 kemur út á næstu dögum.

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar um innsendingu launamiða eru á heimasíðu dk https://dk.is/leidbeiningar-og-hjalparefni/

Allar frekari upplýsingar á vef Skattstjóra https://www.skatturinn.is/einstaklingar/stadgreidsla/skattthrep/2022/#

 

Jónas Yngvi Ásgrímsson

 

 

Dagsetning
3. janúar 2022
Deila