Beint í efni

3. apríl 2022

Rafrænir reikningar með dk

Rafrænir reikningar með dk

Sending og móttaka rafrænna reikninga

Rafrænir reikningar eru mikilvægur hluti af viðskiptum í dag. dk býður upp á sendingu og móttöku rafrænna reikninga.

Með því að taka upp rafræna reikninga er hægt að ná fram mikilli hagræðingu og spara mikinn tíma. Upplýsingar skila sér hratt milli kerfa og greiðslur berast hraðar en áður.

Svo hægt sé að senda eða móttaka rafræna reikninga, þarf að virkja þjónustu skeytamiðlunar, sem starfsmenn dk sjá um.

Rafrænir reikningar nýtast í hinum ýmsu kerfum dk

 • Sölureikningakerfi, senda rafræna reikninga á viðskiptavini
 • Lánardrottnakerfi, innlestur rafrænna lánardrottnareikninga
 • Innkaupakerfi, lesa inn rafræna innkaupareikninga
 • Verkbókhaldskerfi, senda fylgiblöð rafrænt með verkreikningum

Ávinningur af því að taka upp rafræna reikninga

 • Aukinn hagnaður og lækkaður kostnaður
 • Umhverfisvænn kostur fyrir fyrirtæki
 • Einföld sending og móttaka rafrænna reikninga og annarra viðskiptaskjala
 • Sjálfvirkt, rafrænt bókhald sem lækkar kostnað
 • Fullkomin yfirsýn og rekjanleiki yfir reikninga og önnur viðskiptaskjöl.
 • Lausnin er skalanleg fyrir allar stærðir fyrirtækja

Fyrir Innkaupakerfi verður ferlið fullkomlega sjálfvirkt og rafrænt

 • Tilboðsbeiðni
 • Tilboð
 • Pöntun
 • Svar við pöntun
 • Reikningur eða kreditnóta
 • Greiðslutilkynning
 • Gagnabirting

Hafið samband og við aðstoðum þig að byrja að senda og móttaka reikninga.

Sjá nánar á dk.is

Skeytamiðlari fyrir rafrænar reikninga

Unimaze er samstarfsaðili dk í rafrænum skeytasendingum. Unimaze er skeytamiðlari sem sérhæfir sig í vönduðum lausnum sem auðvelda rafræn viðskipti.

Skeytamiðlari eins og nafnið gefur til kynna miðlar skeytum frá einum aðila til annars. Skeytin eru öll á öruggu og stöðluðu rafrænu formi. Miðlun skeytanna fer fram í skýinu og engin þörf er á því að notendur skeytamiðlunarinnar niðurhali sérstöku forriti.

Sjá nánar Unimaze

Dagsetning
3. apríl 2022
Deila