Beint í efni

5. nóvember 2019

Lindex opnar í Danmörku

Lindex opnaði nýverið nýja verslun í Danmörku.  Verslunin er staðsett í stærstu verslunarmiðstöð Danmerkur – Field´s í Kaupmannahöfn. Þetta er fyrsta verslun Lindex sem opnar í Danmörku og er gert ráð fyrir að opna fleiri verslanir innan skamms.

Verslun Lindex notar bókhalds- og sölukerfi frá dk hugbúnaði. Birgðakerfi dk og dk Pos afgreiðslukerfið tryggir hraða og örugga sölu. Verslunin er einnig með sjálfsafgreiðslukerfi dk Pos, tengt vildarkerfi Lindex. Lindex notast við skýjalausnir dk hugbúnaðar og Office 365. Bókhalds- og sölukerfi eru í öruggri hýsingu og öflugar vefþjónustutengingar tryggja tengingu á milli kerfa eins birgðakerfis dk og vefverslunar.

dk hugbúnaður óskar Lindex til hamingju með nýju verslunina í Kaupmannahöfn.

 

Mynd: Opnun Lindex í Field´s í Kaupmannahöfn reyndist vera metopnun í verslunarmiðstöðinni.

Dagsetning
5. nóvember 2019
Deila