Beint í efni

31. mars 2020

Hvaðan vinnur þú í dag?

Ertu heima?

Við hjá dk hugbúnaði viljum á þessum fordæmalausu tímum kórónuveirunnar minna viðskiptavini okkar á að öll okkar kerfi eru að fullu rafræn, hvort sem það er í reikningagerð eða öðrum rafrænum skilagreinum. Hægt er að panta allar okkar vörur og þjónustu á dk.is . Einnig er hægt að fá fjarkynningu ef á þarf að halda. dk hugbúnaður notast við rafrænar undirskriftir við alla samningagerð til undirritunar samninga.

Á öllum okkar námskeiðum er notaður fjarkennslu-hugbúnaður frá Zoom svo nemendur þurfa einungis að hafa tölvu og nettengingu til að komast á námskeið hjá dk. Sjá nánar

Endurskoðendur og bókarar tengjast beint inn í skýið hjá dk og þannig geta fyrirtæki og bókarar unnið saman rafrænt.

Allar vefverslanir eru tengjanlegar við sölu- og birgðakerfi dk með vefþjónustum, sjá nánar á Lausnatorgi.

Hafið samband við þjónustuver dk hugbúnaðar ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi fjarvinnu og hýsingu bókhalds- og sölugagna.

Dagsetning
31. mars 2020
Deila