Beint í efni

20. ágúst 2018

Ferðafélag Íslands tekur upp dk iPos afgreiðslukerfi

Nú í sumar tók Ferðafélagi Íslands upp dk iPos afgreiðslukerfið í öllum átta skálum sínum á hálendinu til að taka á móti greiðslu fyrir skála- og tjaldgistingu. Afgreiðslukerfið er einnig notað sem sölukerfi fyrir ýmsar vörur og þjónustu sem er í boði fyrir gesti á svæðunum ásamt sjálfvirkum útreikningi á gistináttagjaldi.

Fyrir notaði Ferðafélag Íslands dk viðskiptahugbúnað og hefur verið með dk Pos afgreiðslukerfið í verslun sinni í Mörkinni 6 Reykjavík.  dk iPos afgreiðslukerfið er einfalt í notkun, keyrir á iPad spjaldtölvum og er tengt Verifone wifi posum.

Aðspurðar segja þær Steingerður Sigtryggsdóttir og  Lilja Rut Víðisdóttir hjá Ferðafélaginu að þær séu ánægðar með kerfið og þökk sé dk iPos sé öll vinna við söluuppgjör orðið mun skilvirkara og einfaldara og kerfið sé einfalt og þægilegt í notkun.  Vöruframboði og bókun sölureikninga er stýrt frá miðlægu bakvinnslukerfi á skrifstofu Ferðafélagsins. Öll sölugögn skila sér jafnóðum og þau gerð, beint í bakvinnslukerfið hjá þeim á skrifstofunni. Þar sem netsamband á hálendinu getur verið ótryggt er gott að vera með öruggt afgreiðslukerfi.

Dagsetning
20. ágúst 2018
Deila