Beint í efni

19. ágúst 2020

dk uppfærsla 4.4.6

Á næstu dögum munum við hjá dk hugbúnaði uppfæra öll fyrirtæki sem eru í hýsingu hjá dk í útgáfu 4.4.6. Nú þegar eru allmörg fyrirtæki komin í umrædda útgáfu en nú verða öll fyrirtæki í hýsingarumhverfi dk færð í hana.

Í þessari útgáfu hefur nýtt viðmót verið tekið upp í öllum kerfum hugbúnaðarins og ekki lengur hægt að nota það eldra. Einnig inniheldur útgáfan breytingar á ýmsum öðrum þáttum s.s. almennar lagfæringar og þróun. Nýja viðmótið mun til að mynda auka öryggi í verkbókhaldskerfinu. Viljum við benda viðskiptavinum okkar sem nota verkbókhaldskerfið og verða varir við þessa breytingu, að hafa samband við þjónustudeild dk hugbúnaðar í síma 510-5800 til að fá leiðbeiningar varðandi breytingarnar. Einnig má senda tölvupóst á hjalp@dk.is

Þjónustudeild dk hugbúnaðar

Dagsetning
19. ágúst 2020
Deila