Beint í efni

29. desember 2023

Áramótavinnslur 2023

Að hverju þarf að huga í dk um áramót?

dk kerfið hefur nú verið uppfært hjá þeim sem eru í hýsingu hjá okkur.  

Einnig er ný uppfærsla aðgengileg á heimasíðu dk fyrir þau sem eru ekki í hýsingu hjá dk og þurfa að uppfæra sjálf.  

Búið er að stofna bókhaldstímabilið 2024, nýtt launaár, setja inn staðgreiðsluforsendur og tryggingagjald miðað við uppfærðar tölur frá RSK og er því ekkert því til fyrirstöðu að hægt sé að reikna fyrirframgreidd laun með nýjum staðgreiðsluforsendum fyrir árið 2024. 

Hér að neðan má nálgast leiðbeiningar bæði á myndböndum ásamt handbók um það sem viðskiptavinir þurfa að gera sjálfir í dk um áramót. Endilega kynnið ykkur þetta með því að smella á meðfylgjandi slóðir:

Handbók um áramótavinnslur

Stutt myndbönd
Hér að neðan er búið að taka saman stutt myndbönd sem sýna helstu atriðin sem gæti þurft að gera í kerfinu um áramót. Þessar vinnslur eru oftast kallaðar áramótavinnslur.

  • Stofna bókhaldstímabil
  • Talningar
  • Framkvæmd launa- og verktakamiða
  • Afstemmingar skuldalista við fjárhag
  • Margt fleira

Birgðir | Vörutalning 3:58

Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig talning er gerð í birgðakerfi dk

Birgðir | Núlltalning 2:43

Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig núlltalning er gerð í birgðakerfi dk

Launakerfi dk | Launamiðar 2:48

Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig launamiðar eru gerðir í launakerfinu og sendir rafrænt til RSK

Launakerfi dk | Nýtt launaár og staðgreiðsluforsendur 1:52

Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig nýtt launaár og staðgreiðsluforsendur eru stofnaðar

dk | Verktakamiðar í fjárhag 4:00

Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig verktakamiðar eru gerðir í fjárhagskerfi dk

dk | Afstemming skuldalista við aðalbók 2:58

Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig skuldalistar í lánardrottnum og skuldunautum eru afstemmdir við aðalbók í fjárhag

dk | Áramótasaldólyklar 2:46

Í þessu myndbandi er sýnt hvernig áramótasaldólyklar eru stilltir á bókhaldslyklum í dk

dk | Opnunarstöður 1:59

Í þessu myndbandi er farið yfir opnunarstöður í dk

dk | Stofna bókhaldstímabil 0:53

Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig nýtt bókhaldstímabil er stofnað í dk

dk | Sjálfgefið bókhaldstímabil 0:44

Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig sett er á sjálfgefið bókhaldstímabil í dk

dk | Loka bókhaldstímabili 0:56

Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig hægt er að loka bókhaldstímabili í dk

Lánardrottnar dk | Verktakamiðar 2:57

Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig verktakamiðar eru gerðir í lánardrottnakerfi dk

dk | Núllstilla fylgiskjalanúmer 3:11

Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig hægt er að núllstilla fylgiskjalanúmer í dk

Dagsetning
29. desember 2023
Deila