Beint í efni
Fagaðilar

Endurskoðun og bókhald

dk viðskiptahugbúnaðurinn er alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi, sérlega hentugt fyrir bókara, bókhaldsstofur og endurskoðunarstofur.

dk býður upp á hýsingarþjónustu fyrir allar stærðir af bókhaldsstofum. Margar stærstu endurskoðendastofur landsins eru í kerfishýsingu hjá dk.

Afar auðvelt er að taka fjárhagskerfið í notkun. 

Customer Success Manager hjá dk

Stjórnandi viðskiptatengsla

Stjórnandi viðskiptatengsla (CSM) bókhalds- og endurskoðunarstofa hjá dk hugbúnaði leggur áherslu á að fylgja eftir og bæta samskipti við þennan mikilvæga hóp viðskiptavina okkar. 

Bryndís Kolbrún Sigurðardóttir sinnir starfi stjórnanda viðskiptatengsla. Bryndís er viðskiptafræðingur að mennt með MLM gráðu í forystu og stjórnun auk kennsluréttinda. 

Bryndís hefur verið að hitta starfsfólk bókhaldsstofa, mynda tengsl, fara yfir þjónustuna og bjóða upp á kynningar á nýjungum og jafnvel kennslu. Einnig heldur hún utan um beiðnir og þjónustu við bókhaldsstofur innanhúss og fylgir því eftir að mál fari í réttan farveg. 

Hagkvæm lausn fyrir bókhaldsstofur

Heildarlausn fyrir bókhaldsstofur

dk er rafrænt, pappírslaust bókhald. Sjálfvirk afstemming bankareikninga með bankakerfinu og öll vinnsla á sér stað í kerfinu.

Einfalda má rekstur og minnka vinnu með lausnum eins og samþykktarkerfi og kostnaðarskráningu í vefviðmóti eða í appi.

dk Framtal

Framtalskerfi

dk býður fagaðilum upp á framtalskerfi fyrir skattframtal fyrirtækja og einstaklinga. 

Framtalskerfið kom fyrst á markað árið 2000 og er í notkun hjá nánast öllum bókhaldsstofum, endurskoðunarstofum og uppgjörsaðilum.

dk fyrir endurskoðun og bókhald 

Hvers vegna dk?

dk er rafrænt bókhald. Sjálfvirkni í móttöku og sendingu rafrænna reikninga einfaldar líf bókarans, dregur úr villuhættu og tryggir rétta meðhöndlun gagna.

dk er pappírslaust bókhald. Pdf reikningar til viðskiptavina og frá birgjum eru sendir og mótteknir rafænt. Þannig má tengja þá við þær færslur sem við á.

dk Bankakerfi sér um sjálfvirka afstemmingu bankareikninga og sýnir raunstöðu bankareikninga á einum stað. Öll vinnsla á sér stað inni í kerfinu.