Beint í efni
dk lausnir

dk One

dk One er bæði veflausn og smáforrit.  Kerfið er framlenging á ákveðnum lausnum í dk bókhaldskerfinu og er að fullu samhæft því.

Kerfið er ætlað fyrir þá notendur sem eru mikið á ferðinni. 

Þannig er hægt að nýta nýjustu tækni til að einfalda vinnu við sölu, samþykktir reikninga, kostnaðarskráningu, verkbókhald og skýrslugerð.

dk one

dk One smáforrit

dk One er framlenging á ákveðnum kerfiseiningum í dk viðskiptahugbúnaði. Kerfið er að fullu samhæft dk bókhaldskerfinu, einskonar léttlausn.

Kerfið er ætlað fyrir þá notendur sem eru mikið á ferðinni.  Þannig er hægt að nýta nýjustu tækni til að einfalda vinnu við bókhald, sölu, samþykktir reikninga, kostnaðarskráningu, verkbókhaldsskráningu og skýrslugerð.

App- og veflausn

Vinsælustu kerfiseiningar dk

dk One er bæði veflausn og smáforrit (e. app).  Smáforritin eru fáanleg í App Store fyrir Apple tæki og Google Play Store fyrir Android tæki.

  • dk One Sala
  • dk One Samþykktarkerfi
  • dk One Kostnaðarskráning
  • dk One Verkbókhald
  • dk One Mælaborð
dk One sala

Reikningagerð í appi eða á vef

Einföld og örugg leið til að gera sölureikninga í síma eða spjaldtölvu.

Þægileg leið fyrir þá sem eru mikið á ferðinni eða þurfa einfalt viðmót við reikningagerð.

Hægt er að gera sölupantanir sem hentar mjög vel fyrir þjónustufyrirtæki sem keyra út vörur. Lausnin er beintengd dk bókhaldskerfinu og hentar t.d. smásölu, heildsölu og verktökum.

dk One samþykktir

Einfalt að samþykkja reikninga

Hægt er að samþykkja reikninga sem hafa verið settir inn í samþykktarkerfi dk viðskiptahugbúnaðar.

Í skráningarviðmóti er hægt að hlaða inn öðrum skjölum og skrá inn sem reikning.

Með notkun á dk One samþykktarkerfinu sparast mikill tími við skráningu og utanumhald reikninga.

dk One kostnaður

Senda fylgiskjöl rafrænt

Einföld og fljótleg leið fyrir kostnaðarskráningu í bókhaldskerfi. Myndir eru teknar á snjallsíma af kvittunum, reikningum og öðrum fylgiskjölum.

dk bókhaldskerfið tekur svo við reikningnum og færir á rétta lykla. Þannig sparast mikill tími við bókun á reikningum.

Reikningur kemur strax í bókhaldið. Seinna er hægt að skila inn frumriti reiknings til bókara. Þannig hefur bókari allar upplýsingar um reikning um leið og hann er sendur inn í kerfið.

dk One verk

Skrá tíma og kostnað í verkbókhaldskerfi

dk One verk er ætlað fyrir notendur dk verkbókhaldskerfisins.

Hægt er að skrá tíma og kostnað á verk sem færist sjálfkrafa inn í verkbókhald.

Lausnin hentar stórum sem smáum fyrirtækjum og verktökum sem þurfa mikinn sveigjanleika. Allt viðmót er einfalt og kerfið hraðvirkt.

dk One mælaborð

Stjórnendaupplýsingar

Skoðaðu yfirlit yfir stöðu fyrirtækisins með dk One léttlausn hvar og hvenær sem er. Deildu upplýsingum með samstarfsmönnum, stjórn og eigendum fyrirtækisins.

dk One léttlausnin gerir upplýsingaöflun og greiningu gagna auðveldari, fljótvirkari og skiljanlegri.

Með henni getur notandinn breytt gögnum í áþreifanlegar upplýsingar með því að búa til greiningar, lifandi mælaborð og ítarlegar skýrslur byggðar á gögnum fyrirtækisins.